Episodes

Wednesday Nov 06, 2024
Wednesday Nov 06, 2024
Kristín Ólafsdóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fara með umsjón þáttarins og fá Friðjón Friðjónsson sérfræðing í bandarískum stjórnmálum í heimsókn. Bandaríkjamenn kusu sér ekki aðeins forseta heldur einnig um fjölmörg þingsæti - og þar ríkir enn mikil spenna.

Tuesday Oct 22, 2024
Tuesday Oct 22, 2024
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn.

Wednesday Oct 16, 2024
Wednesday Oct 16, 2024
Hólmfríður Gísladóttir og Friðjón R. Friðjónsson fara yfir stöðuna í skoðanakönnunum vestanhafs og spá í framhaldið.

Saturday Sep 28, 2024
Saturday Sep 28, 2024
Kristín Ólafsdóttir kemur í settið og segir okkur frá baráttu forsetaefnanna um athygli kjósenda, þá ekki síst unga fólksins, á samfélagsmiðlum.

Wednesday Sep 11, 2024
Wednesday Sep 11, 2024
Kamala Harris hafði betur gegn Donald Trump í fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum þeirra fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Harris tókst að hrekja Trump í vörn en honum hefur enn ekki tekist að finna höggstað á Harris. Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason kryfja málið til mergjar.

Wednesday Sep 04, 2024
Wednesday Sep 04, 2024
Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, baráttumálin og Repúblikanaflokkurinn eftir Trump eru meðal þess sem eru til umræðu í nýjasta þætti Baráttunnar um Bandaríkin. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði er gestur þáttarins.

Tuesday Aug 27, 2024
Tuesday Aug 27, 2024
Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin.